21-25 - Færanlegar kennslustofur
Réttarholtsvegur 21-25
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 880
18. ágúst, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir færanlegri kennslustofu K132-J og mun hún þjóna sem vinnustofa fyrir tónlistaraðstöðu fyrir Réttarholtsskóla á lóð nr. 21-25 við Réttarholtsveg. Um er að ræða áðurgerða framkvæmd. Erindi var grenndarkynnt frá 21. júní 2022 til og með 19. júlí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Kristín Valtýsdóttir dags. 30. júní 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. ágúst 2022 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2022.
Svar

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2022 sbr. a. lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1020/2019.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108570 → skrá.is
Hnitnúmer: 10005085