breyting á deiliskipulagi
Háaleitisbraut 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 798
20. nóvember, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 11. nóvember 2020 ásamt bréfi dags. 12. nóvember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Háaleitisbraut. Í breytingunni felst að fjölga bílastæðum ofanjarðar um 8, úr 41 í 49, fækka bílastæðum í kjallara um 8, úr 84 í 76, bílastæði ofanjarðar sem eru umhverfis núverandi skrifstofuhús Valhallar sem snúa að húsinu að undanskyldum sex syðstu stæðunum austan við húsið verða skammtímastæði Valhallar á skrifstofutíma (alls 24 stæði), en stæðin verða samnýtt stæði með öðrum húsum á lóðinni utan hefðbundins skrifstofutíma ásamt því að önnur bílastæði ofanjarðar verða samnýtt skammtímastæði fyrir öll húsin á lóðinni á skrifstofutíma að auki eru 5 bílastæði fyrir hreyfihamlaða á lóðinni, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 13. nóvember 2020.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.