breyting á deiliskipulagi
Háaleitisbraut 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 862
25. mars, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Ragnars Auðuns Birgissonar dags. 11. ágúst 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Háaleitisbraut 1. Í breytingunni felst að í stað skrifstofuhúsnæðis í suðaustur hluta lóðarinnar kemur nýtt íbúðarhús með 27 íbúðum. Íbúðir á reitnum verða því samtals 74. Bíla- og hjólastæðakröfur breytast m.t.t. fjölda íbúða og núverandi byggingar, Valhallar, en skilgreiningar per íbúð/fm. helst óbreytt ásamt því að byggingarmagn eykst óverulega, samkvæmt uppdr. THG arkitekta dags. 26. júlí 2021, br. 18. nóvember 2021. Einnig lagt fram bréf Heimis Snæs Guðmundssonar starfsmanns íbúaráða dags. 23. mars 2022 þar sem komið er á framfæri ósk íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um að fá aðgang að samgöngumati vegna breytingarinnar.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.