tillaga að viðauka - ósk um umsögn
Landsskipulagsstefna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 798
20. nóvember, 2020
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags
‹ 472763
473340
Fyrirspurn
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 13. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu, dags. í nóvember 2020, að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011. Breytingin felst í því að efni kafla 6.3 Nýting vindorku í sátt við umhverfi og samfélag hefur að svo stöddu verið fellt brott, ásamt samsvarandi umfjöllun í umhverfismati. Það er gert vegna áforma um breytingar á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun) sem eru í vinnslu í umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem haft geta áhrif á efni og útfærslu þessa kafla. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 8. janúar 2021.
Svar

Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.