afmörkun lóðar
Stardalur/Skálafell
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 840
8. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. ágúst 2021 var lagt fram bréf landupplýsingadeildar dags. 18. ágúst 2021 þar sem óskað er eftir samþykki skipulagsfulltrúa að afmörkuð sé lóð utan um fjarskiptastöðina á Skálafelli á Mosfellsheiði, lóðin er í landi Stardals. Einnig er lagt fram samþykki landeiganda dags. 18. ágúst, lóðauppdráttur dags. 19. ágúst 2021 og yfirlitsmynd, samningur og hnitaskrá dags. 22. mars 2021. Einnig er lagður fram tölvupóstur skipulags- og byggingarfulltrúa Kjósarhrepps dags. 6. október 2021 ásamt fylgiskjali. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. október 2021, samþykkt.

162 Reykjavík
Landnúmer: 125878 → skrá.is
Hnitnúmer: 10036144