breyting á deiliskipulagi
Kjalarnes, Saltvík
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 806
29. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Atla Jóhanns Guðbjörnssonar dags. 10. september 2019 ásamt bréfi dags. 10. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að bæta við nýjum byggingarreit (reitur F) á landið fyrir starfsmannahús og auka nýtingarhlutfall, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 10. september 2019 br. 12. mars 2020. Tillagan var auglýst frá 20. janúar 2020 til og með 2. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur dags. 2. mars 2020. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. apríl 2020 þar sem stofnunin getur ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur liggur fyrir ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands sbr. 1. mgr. 16. gr. laga um menningarminjar. Sýna þarf staðsetningu rotþróar á uppdrætti. Jafnframt er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. apríl 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. maí 2020. Einnig er lagður fram tölvupósti Atla Jóhanns Guðbjörnssonar hjá TAG teiknistofu ehf. dags. 28. janúar 2021 þar sem umsóknin er dregin til baka.
Svar

Umsóknin er dregin til baka sbr. tölvupóst TAG teiknistofu ehf., dags. 28. janúar 2021.