(fsp) breyting á deiliskipulagi
Ægisgata 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 846
19. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. október 2021 var lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf. dags. 21. september ásamt greinargerð dags. 21. september 2021 um að breyta gildandi deiliskipulagi að lóð nr. 7 við Ægisgötu þannig að í húsinu verði blönduð starfsemi. Í kjallara verði geymslur og/eða vinnustofur, á jarðhæð verði atvinnustarfsemi og á efri hæðum verði tíu til tólf litlar íbúðir. Áfram verði heimilað að byggja inndregna hæð ofan á húsið með tveimur stærri íbúðum ásamt því að fallið verði frá kröfu um að rífa niður hluta bakbyggingar. Heimiluð verði þakverönd ofan á bakbyggingu og fallið verði frá kröfum um bílastæði í kjallara skv. tillögu Zeppelin ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. nóvember 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. nóvember 2021 samþykkt.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100198 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016342