Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 823
4. júní, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu og nýja aðkomu að kjallara, gera nýja útveggi úr álgluggakerfi, breyta innra skipulagi og innrétta 6 deilda leikskóla í húsum nr. 150 og 152 á lóð nr. 150-152 við Kleppsveg. Erindi var grenndarkynnt frá 24. mars 2021 til og með 27. apríl 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Björg Sonde Þráinsdóttir dags. 8. apríl 2021, íbúar og eigendur húsnæðis að Sæviðarsundi 19 dags. 27. apríl 2021 og Marteinn Sindri Svavarsson, Finnur P. Fróðason og Anton Sigurðsson dags. 27. apríl 2021. Erindinu var vísað til umsagar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. maí 2021 og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir minnisblað um burðarvirki frá Ferill, verkfræðistofu dags. 16. febrúar 2021 og bréf frá hönnuði dags. 23. febrúar 2021. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Eftir stækkun: 2.147 ferm., 8.382,3 rúmm. Gjald kr. 12.100
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211