Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 460
20. september, 2013
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðarinnar nr. 9 við Suðurhlíð (Klettaskóla). Í breytingunni felst uppbygging á lóðinni m.a. breyting á byggingarreit, aukning á byggingarmagni og því að gert er ráð fyrir boltagerði á lóðinni samkvæmt uppdr. OG arkitekta dags. 4. júlí 2013. Tillagan var auglýst frá 2. ágúst til og með 13. september 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón. P. Jónsson og Jóna Rutsdóttir dags. 4. september 2013, Birgir Viðar Halldórsson dags., 8. september 2013 og 2 bréf þann 9. september 2013, Næði ehf., Björn Valdimarsson dags. 10. september 2013, Skarphéðinn P. Óskarsson dags. 10. september 2013, íbúar við Birkihlíð og Beykihlíð dags. 11. september 2013, Helgi Skaftason og Hilda Hauksdóttir dags. 12. september 2013, greinargerð 15 íbúa við Suðurhlíð dags. 13. september 2013, Hulda A. Arnljótsdóttir og Ágúst H. Ingþórsson dags. 13. september 2013, Sjöfn Marta Hjörvar dags. 13. september 2013, Hanna Herbertsdóttir og Þorsteinn Karlsson dags. 13. september 2013 og Ágúst H. Ingþórsson dags. 13. september 2013 ásamt yfirlýsingu 206 íbúa í Suðurhlíðum frá 5. mars 2013 og íbúa Beykihlíð 4 frá 5. mars 2013.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211