Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 832
13. ágúst, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera viðbyggingu á einni hæð með þaksvölum við austurhlið, gera nýjan kvist á vesturþekju og færa inngang einbýlishúss á lóð nr. 3A við Brekkustíg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt skuggavarpsuppdr. Birtu Fróðadóttur dags. 11. ágúst 2021.
Erindi fylgir skuggavarp fyrir og eftir breytingu dags. 14. júní 2021, bréf frá hönnuði dags. 14. júní 2021, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 11. júní 2021, samþykki eigenda lóðar nr. 5 og 3 dags. 14. júní 2021, hæðablað dags.14. júní 1999 og yfirlit breytinga á uppdráttum samþykktum 25. apríl 2006. Gjald kr. 12.100
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brekkustíg 3, 4, 4a, 4b, 5, 5a og 6.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211