Færa gluggafront á 3. hæð
Lautarvegur 6
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 1 viku síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 884
15. september, 2022
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. september 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. ágúst 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun, þ.e. að færa núverandi gluggafront íbúðar á þriðju hæð, 0301, fram að þakbrún skyggnis, svalir minnka samsvarandi stækkun íbúðar í húsi á lóð nr. 6 við Lautarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211