Stöðuleyfi - gámur
Sogavegur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 765
13. mars, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn VSÓ ráðgjafar ehf. dags. 27. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu. Í breytingunni felst að heimilt er að starfrækja malbikunarstöð á lóðinni, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar ehf. dags. 29. nóvember 2019. Tillagan var auglýst frá 20. janúar 2020 til og með 2. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: PL ehf. , Þorbjörn Gíslason dags. 7. janúar 2020, Jón Ágúst Stefánsson, Baldur Agnar Hlöðversson, Ásgeir Sigurðsson, Óskar Gunnlaugsson f.h. húsfélagsins Koparsléttu 10 dags. 15. febrúar 2020 og Óskar Gunnlaugsson dags. 1. mars 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 17. febrúar 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. mars 2020 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020211