Bráðabirgðahúsnæði - kennslustofur v. Covid-19
Austurberg 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1087
20. október, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyft til þess að koma fyrir, vegna covid-19, 12 samliggjandi gámum sem nýtast eiga sem tvær kennslustofur, ásamt tengigangi að vesturgafli mhl. 02, Fjölbrautarskólans í Breiðholti á lóð nr. 5 við Austurberg.
Stækkun: 203.0 ferm., 545.9 rúmm.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 11. september 2020, afrit af deiliskipulagsuppdrætti dags. 19. október 2006, afrit af teikningu (99)1.01 A samþykktri 18. ágúst 2009, grunnmynd gáma frá framleiðanda dags 8. september 2020, ljósmynd af vesturgafli mhl. 02 og skissa sem sýnir staðsetningu á afstöðumynd.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

111 Reykjavík
Landnúmer: 112063 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007389