Breytingar - Kaffihús 1. hæð, eldunaraðstöðu breytt 2.hæð og nýir gluggar á norðurhlið.
Veltusund 3B 01.14.042.0
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 1077
21. júlí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN056697 þannig að á 1. hæð er rými 0102 breytt í veitingastað í flokki I, tegund e) kaffihús, fyrir 18 gesti, rými 0101 er veitingastaður í flokki I, tegund c) veitingastofa og greiðasala, geymslu á 2. hæð er breytt í kaffistofu starfsfólks og gluggar settir á norðurhlið viðbyggingar á 3. hæð í húsi á lóð nr. 3b við Veltusund.
Erindi fylgir óstimplað afrit af teikningum með yfirliti yfir breytingar og fylgiskjal með teikningum í 3D mótt. 06. maí 2020 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. júní 2020. Einnig fylgir samþykki aðliggjandi lóðarhafa dags. 23. júní 2020.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verði þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Þinglýst skal, áður en lokaúttekt verður gerð, um kvöð um að gluggar að lóðarmörkum að Austurstræti 4 verði fjarlægðir ef og þegar þess verður krafist af lóðarhöfum Austurstræti 4 þeim að kostnaðarlausu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100860 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025409