Öldugata 44, Stækkun húss - mhl.1 og mhl.2
Öldugata 44 01.13.420.1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Málsaðilar
Skipulags- og samgönguráð nr. 92
13. janúar, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta lóðamörkum milli lóða Öldugötu 44 og Brekkustígs 9 og til þess að byggja 6 íbúðir í nýbyggingum og með breytingum og viðbyggingum verði gerðar 2 íbúðir í núverandi húsum á lóð nr. 44 við Öldugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 2. júní 2020 til og með 30. júní 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigríður Gunnarsdóttir dags. 8. júní 2020, Gunnar Helgi Kristinsson og María Jónsdóttir dags. 15. júní 2020, íbúaráð Vesturbæjar dags. 19. júní 2020, Heiðrún Kristjánsdóttir f.h. 20 íbúa að Brekkustíg, Bræðraborgarstíg, Drafnarstíg og Öldugötu dags. 20. júní 2020, 5 íbúar og eigendur að Öldugötu 42 dags. 23. júní 2020, Vilhjálmur Guðlaugsson og Edda Guðmundsdóttir dags. 25. júní 2020, Heiðrún Kristjánsdóttir dags. 26. júní 2020, Sigrún L. Baldvinsdóttir dags. 26. júní 2020, Ármann Halldórsson og Bryndís Jóhannsdóttir  dags. 27. júní 2020, Eyjólfur Már Sigurðsson, Elizabeth Ortega Lucio, Kolbrún Einarsdóttir, Gísli Þór Sigurþórsson og Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir dags. 28. júní 2020, Vésteinn Jónsson dags. 29. júní 2020, Kjartan Páll Sveinsson og Phoebe Jenkins dags. 29. júní 2020, Guðrún Erla Sigurðardóttir, Þorgeir J. Andrésson, Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Haukur Smári Hlynsson dags. 29. júní 2020, Ilmur Stefánsdóttir og Valur Freyr Einarsson dags. 29. júní 2020, Guðný Helgadóttir, Valdimar E. Valdimarsson, Þorsteinn Geirharðsson og Þuríður Kristjánsdóttir dags. 30. júní 2020, Kjartan Sveinsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir dags. 29. júní 2020, Skólastjórnendur Drafnarsteins, Foreldrafélag Drafnarsteins og Foreldraráð Drafnarsteins dags. 30. júní 2020, Óskar Björgvinsson, Dórathea Margrétardóttir, María Björk Steinarsdóttir og Konstantín Shcherbak dags. 30. júní 2020 og Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 30. júní 2020. Erindi fylgir bréf Minjastofnun dags. 25. febrúar 2020, afrit af bréfi Borgarráðs nr. R19050201 dags. 23. maí 2019, skýrsla Fornleifastofunnar um könnun á fornleifum á lóðunum Brekkustíg 9 og Öldugötu 44 dags. júlí 2019, greinargerð Eflu verkfræðistofu um val og hönnun brunavarna dags 6. apríl 2020 ásamt yfirliti breytinga dags. 20. apríl 2020. Einnig eru lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. október 2020.
Svar

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2020.Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Gestir
Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Við tökum undir umsögn skipulagsfulltrúa með þeim athugasemdum og breytingartillögum sem þar koma fram. Eðlilegt og jákvætt er að byggt sé á umræddri hornlóð en þó er rétt að fjölgunin verði 4-5 íbúðir en ekki 10 eins og áformað var. Þá þarf að tryggja áframhaldandi gróðursæld á reitnum og að hönnun hússins sé í sátt við núverandi umhverfi þess.
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins skilur vel óánægju og áhyggjur íbúanna og styður sjónarmið þeirra að hafna skuli því að breyta lóðarmörkum milli lóða Öldugötu 44 og Brekkustígs 9 til að byggja viðbyggingu og nýbyggingu. Fjölmargar athugasemdir hafa borist.  Þessu mun fylgja mikil bílaaukning. Fyrst má nefna að nú eru þarna talsverð þrengsl fyrir. Vandinn er ekki nýr. Þeir sem þurfa að finna bílum sínum stað við hús sín lenda í stökustu vandræðum. Eins og myndir sýna eru göturnar fullar af bílum. Þess utan fellur þetta nýja hús illa að götumyndinni. Þau hús sem fyrir eru, eru lágreist enda um að ræða gamla byggð. Mikilvægt er að hlusta á sjónarmið íbúa.
101 Reykjavík
Landnúmer: 100328 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017056