Áður gert að hluta, sameina efstu hæð og ris.
Njarðargata 47 01.18.660.4
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Málsaðilar
Sigurður Gunnarsson
Aude Maina Anne Busson
Byggingarfulltrúi nr. 1074
30. júní, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna eignaskiptayfirlýsingar sem felast í því að gerðar voru svalir á norðurhlið, og sótt er um að gera eldhús í rými 0001, sameina rishæð 0301 við 0201 með því að brjóta niður vegg sem skilur á milli rýma og að auki er innra skipulagi breytt í húsi á lóð nr. 47 við Njarðargötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda, ódags., umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. febrúar 2020 og bréf hönnuðar dags. 19. febrúar 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. mars 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. apríl 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. júní 2020 fylgir erindi og einnig bréf skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2020.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verði þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.