Skemmtistaður - 2. og 3. hæð
Austurstræti 3 01.14.021.3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Byggingarfulltrúi nr. 1044
12. nóvember, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að byggja flóttastiga á bakhlið húss, að hluta á lóðinni Hafnarstræti 4 og innrétta veitingastað í flokki III, teg. skemmtistaður á 2. og 3. hæð húss á lóð nr. 3 við Austurstræti.
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá EFLU dags. 15. mars 2019, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. maí og 16. júlí 2019, skýrsla um hávaðaútbreiðslu frá EFLU dags. 27. maí 2019, samningur um flóttastiga á lóð Hafnarstrætis 4 dags. 30. apríl 2019, samþykki meðeigenda, samþykki eigenda Hafnarstrætis 4 dags. 30. apríl 2019 og í byggingarlýsingu er farið fram á undanþágu frá kröfu um algilda hönnun í samræmi við grein 6.1.5 í byggingareglugerð. Minnisblað um hávaðaútbreiðslu frá Verkís dags. 6. september 2019. Leigusamningur um afnot sameignar dags. 30. október 2019 og kvittun fyrir greiðslu og móttöku leigusamnings til þinglýsingar hjá sýslumanni dags. 1. nóvember 2019. Þinglýstur leigusamningur, innfært af Sýslumanni höfuðborgarsvæðisins, dags 7. nóvember 2019.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. maí 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. maí 2019.
Gjald kr. 11.200 + 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áður en gerð verður öryggisúttekt skal fara fram hljóðmæling við norður útvegg húsanna að Veltusundi 4 og Austurstræti 4 og 6 og skal mælt hljóð ekki fara yfir 45 dB.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100834 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007450