Ný og breytt staðföng
Víðinesvegur í Álfsnesi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 742
13. ágúst, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Byggingarfulltrúi leggur til að lönd og lóðir á norðanverðu Álfsnesi og í Víðines fái staðföng eins og hér segir :

Landspilda u.þ.b. 12,8 ha. án landnúmers, í eigu skipulagssjóðs Reykjavíkur, fái staðfang sem Víðinesvegur 1. ( Málið tengt þrem landspildum á landnúmeri 125841 )
Lóð með landnúmer 125840, nú skráð, "Vonarholt 125840", fái staðfang sem Víðinesvegur 3, undirheiti Vonarholt.
Landspilda talin vera 50,8 ha. í eigu skipulagssjóðs Reykjavíkur, með landnúmer 125774, nú skráð "Vogar 125774", fái staðfang sem Víðinesvegur 5, undirheiti Vogar.
Óskráð aðstaða fyrir Sorpu á landnúmeri 125650 fái staðfang sem Víðinesvegur 13.
Óskráð ? lóð Símans á landnúmeri 125650 fái staðfang sem Víðnesvegur 25. Jörðin Víðines landnúmer 125772, nú skráð "Víðnes 125772", fái staðfang sem Víðnesvegur 33, undirheiti Víðines
Jörðin Naustanes, landnúmer 125737, nú skráð "Naustanes 125737", fái staðfang sem Víðinesvegur 2, undirheiti Naustanes.
Óskráð aðstaða Skotfélags Reykjavíkur á landnúmeri 125650, fái staðfang sem Víðinesvegur 14.
Félagsheimili Skotfélags Reykjavíkur, mhl. 12, á landnúmeri 125650, fái staðfang sem Víðinesvegur 16.
Jörðin Álfsnes, landnúmer 125650, nú skráð "Álfsnes 125650", fái staðfang sem Víðinesvegur 20, undirheiti Álfsnes.
Lóð fjarskiptastöðvar landnúmer 216501, nú skráð "Álfsnes fjarskiptast", fái staðfang sem Víðinesvegur 26.
Lóð fyrr hjúkrunarheimilis með landnúmer 125773, nú skráð "Víðines hjúkrunarh. 125773", fái staðfang sem Víðinesvegur 30.

Málinu fylgir kort A2 með innfærum staðföngum, Leiruvegur - Víðinesvegur, mars 2013
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.