Áður gerðar breytingar - stækkun
Dalhús 68 28.47.601
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Málsaðilar
Sigurður Gunnar Sveinsson
Byggingarfulltrúi nr. 1080
25. ágúst, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sem sumar voru samþykktar árið 2005 en ekki gefið út byggingarleyfi, s.s. óuppfyllt rými í kjallara eru tekin í notkun og m.a innréttað þar baðherbergi og þvottahús, þvottahúsi breytt í svefnherbergi, eldhús opnað út í stofu, gestasalerni gert inn af anddyri auk þess sem gluggum er bætt við húsið á lóð nr. 68 við Dalhús.
Erindi fylgir jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2020, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 21. júlí 2020 og húsaskoðun dags. 24. ágúst 2020.
Áður gerð stækkun 2005: 46,2 ferm., 124,7 rúmm.
Stækkun nú: 41,2 ferm., 110,2 rúmm.
Eftir stækkun samtals: 297 ferm., 1.017 rúmm.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

112 Reykjavík
Landnúmer: 109826 → skrá.is
Hnitnúmer: 10009076