Breytingar inni og nýjar svalir - sendiráð Noregs
Fjólugata 17 11.85.516
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Byggingarfulltrúi nr. 1072
16. júní, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, þannig að tveimur íbúðum í suðurhluta 1. hæðar er breytt í skrifstofur, tveimur snyrtingum breytt í eina, umferðaleiðir breikkaðar til að auka aðgengi, nýjar svalir settar á 2. hæð að norðan verðu, skábraut komið fyrir á lóð og hæðarmunur við inngang jafnaður út á lóð nr. 17 við Fjólugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2020 fylgir erindi, ásamt bréfi skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2020.
Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102206 → skrá.is
Hnitnúmer: 10009912