Sveitarfélagið Vogar, breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag, Kirkjureitur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 764
25. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Sveitarfélagið Vogar óskar umsagnar við lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og gerð nýs deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð við Kirkjuholt í sveitarfélaginu. Svæðið er skilgreint sem opið svæði í gildandi aðalskipulagi. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið og er því um að ræða sameiginlega skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag skv. 1 mgr 30. gr. og 1. mgr 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að skila inn umsögnum er til 31.8.2022.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 né gerð nýs deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð við Kirkjuholt.