Áshamar 50, reitur 6.A, deiliskipulag
Áshamar 50
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1893
31. ágúst, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.ágúst sl. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 1. júlí 2022 að auglýsa tillögu Eggerts Jónassonar f.h. Þarfaþing hf. um nýtt deiliskipulag fyrir Áshamar 50, reit 6a, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan gerir ráð fyrir byggingarreit upp á fimm hæðir fyrir fjölbýlishús með allt að 40 íbúðum. Á efri hæðum eru íbúðir en á jarðhæð hússins er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi, verslun, þjónustu eða annarri sérhæfðri starfsemi. Gert er ráð fyrir bílakjallara ásamt bílastæðum á lóð. Tillagan var í auglýsingu 12.7.-23.8.2022. Engar athugasemdir bárust. Lögð fram ábending Veitna. Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitar 6.A og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.