Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2022 - 2026
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1891
8. júní, 2022
Annað
Svar

Gengið var til kosninga á forseta bæjarstjórnar.

Starfsaldursforseti bar upp tillögu um að Kristinn Andersen yrði kosinn forseti. Er tillagan samþykkt samhljóða.

Lýsti starfsaldursforseti Kristinn Andersen því réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.

Nýkjörinn forseti tók nú við fundarstjórn.

Þá var gengið til kosningar á 1. og 2. varaforseta. Bar forseti upp tillögu um að Sigrún Sverridóttir yrði 1. varaforseti og Valdimar Víðisson yrði 2. varaforseti. Auk þess að áheyrnarfulltrúi í forsetanefnd verði Jón Ingi Hákonarson. Var tillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

Var næst gengið til kosningar 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.

Lögð fram tillaga um að Kristín María Thoroddsen og Árni Rúnar Þorvaldsson verði skrifarar og þær Margrét Vala Marteinsdóttir og Hildur Rós Guðbjargardóttir yrðu kjörnir skrifarar til vara. Var það samþykkt samhljóða.