Hamranes reitur 27B, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1889
20. apríl, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 12. apríl sl.
Bæjarstjórn samþykkti 12.1.2022 að auglýsa tillögu Lindabyggðar ehf. að deiliskipulagi reitar 27.B. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur fimm hæða fjölbýlishúsum með 50 íbúðum ásamt reit fyrir einnar hæðar 30 m2 smáhýsi fyrir íbúa. Á jarðhæð sem snýr að Hringhamri verði heimilt að vera með verslun og þjónustu. Tillagan var auglýst 25.1.2022 - 9.1.2022. Umsögn barst frá Veitum. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa. Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulag Hamraness reitar 27.B með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs.