Hádegisskarð 26, breyting á deiliskipulag
Hádegisskarð 26
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1886
9. mars, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
4. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1. mars sl. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 30.11.2021 að grenndarkynna tillögu Kára Eiríkssonar fh. lóðarhafa dags. 10.11.2021. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár. Bílastæðum fjölgar úr tveimur í þrjú. Byggingarreitur færist um 1m í vestur. Stefna þaks breytist og verður austur-vestur í stað norður-suður. Tillagan var grenndarkynnt 20.12.2021-26.1.2022. Athugasemd barst. Lagt fram svar við athugasemdum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi Hádegisskarðs 26 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og Kára Eiríkssonar arkitekts og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 225469 → skrá.is
Hnitnúmer: 10120481