Skarðshlíð 1. áfangi, breytt deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 viku síðan.
Bæjarstjórn nr. 1882
12. janúar, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.janúar sl. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar dags. 5.01.2022 vegna endastöðvar strætó.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 1. áfanga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson sem og Helga Ingólfsdóttir. Sigurður Þ. kemur til andsvars. Einnig kemur Sigrún Sverrisdóttir til andsvars sem Helga svarar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.