Reykjanesbraut, deiliskipulag
Reykjanesbraut
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1881
8. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.nóvember sl. Tekið fyrir að nýju. Bæjarstjórn vísaði tillögunni til skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 24.11.2021 til frekari úrvinnslu.
Tekið til umræðu og vísað að nýju til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa deiliskipulag vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að við útgáfu á framkvæmdaleyfi á seinni stigum málsins skuli stefnt að því að útfærsla á norðanverðum aðreinum og hringtorgi við mislæg gatnamót við Straumsvík taki mið af þróun og mögulegri þörf uppbyggingar, þróunar iðnfyrirtækja á svæðinu og umferðartæknilegum lausnum í hæsta gæðaflokki.