Uppbyggingarsvæði, íbúafjöldi, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Bæjarráð nr. 3589
18. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar. Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir yfirliti yfir þau svæði innan sveitarfélagsins sem skilgreind eru sem uppbyggingarsvæði og áætlaðan íbúafjölda á þeim svæðum. Lögð fram svör við fyrirspurn
Svar

4. Uppbyggingarsvæði ? fyrirspurn
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir yfirliti yfir þau svæði innan sveitarfélagsins sem skilgreind eru sem uppbyggingarsvæði og áætlaðan íbúafjölda á þeim svæðum.


Svar:

Eftirtalin eru þau svæði sem skilgreind eru sem uppbyggingarsvæði innan gildandi svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til 2040.

Við áætlun á íbúafjölda er miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð. Séu öll eftirtalin svæði tekin saman er áætlaður fjöldi framtíðaríbúa á uppbyggingasvæðum um 19-20 þúsund manns.

Hamranes:
Úthlutað hefur verið og framkvæmdir hafnar á verktakalóðunum fyrir 148 íbúðir í fjölbýli.
Auk þess hefur Bjarg íbúðafélag hafið framkvæmdir við 148 íbúðir í fjölbýli.
Á síðustu tveimur árum var úthlutað þróunarreitum í Hamranesi til átján aðila sem eru að vinna deiliskipulag á sínum reitum. Alls um að ræða 1.332 íbúðir í fjölbýli.

Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 4.070 íbúum í Hamranesi


Skarðshlíð:
Öllum lóðum hefur verið úthlutað í hverfinu og framkvæmdir eru að hefjast eða hafnar á 251 íbúð, þar af eru 203 í fjölbýli, 22 einbýli, 8 raðhús og 18 parhús.

Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 628 íbúum í þessum íbúðum í Skarðshlíð.


Hraun-vestur (5-mínútna hverfið):
Deiliskipulag er samþykkt fyrir fyrsta reit í Hraun-vestur með 490 íbúðum í fjölbýli og geta framkvæmdir hafist á þeim reit.
Auk þess hafa þegar verið lagðar fram tillögur að öðru deiliskipulagi á svæðinu þar sem gert er ráð fyrir 262 íbúðum.

Í heild má búast við um 2.300-2.600 íbúðum í Hraun-vestur. Heildaríbúafjöldi í því hverfi, ef miðað er við 2,5 íbúa á íbúð, er 5.750-6.500 íbúar.


Hjallabraut:
Framkvæmdir eru hafnar á lóð fyrir 7 íbúðir í raðhúsum og 3 einbýlishús.

Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 25 íbúa í þessum íbúðum.


Ásvellir:
Verið er að stofna lóð fyrir 100-110 íbúðir í fjölbýli. Úthlutun verður bráðlega.

Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 250-275 íbúum á Ásvöllum.


Ásland 4:
Verið er að sameina Ásland 4 og 5 og deiliskipulagsvinna er hafin. Alls gert ráð fyrir um 500 íbúðum í Áslandi 4.

Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 1.250 íbúum í Áslandi 4.


Óseyrarsvæði:
Aðalskipulagið er að klárast í auglýsingu, síðan fer af stað deiliskipulag, gert ráð fyrir 500-700 íbúðum.

Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 1.250-1.750 íbúum á Óseyrarsvæðinu.


Slippsvæðið:
Sama staða og á Óseyrarsvæði, gert er ráð fyrir 150-200 íbúðum.

Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 375-500 íbúum á Slippsvæðinu.


Selhraun suður:
Verið er að breyta atvinnusvæði í íbúðir, allt að 200 íbúðir í fjölbýli. Aðalskipulagsbreyting liggur fyrir hjá Skipulagsstofnun.

Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 500 íbúum.


Ýmsir þéttingarreitir:
Uppbygging á 13 íbúðum í fjórum raðhúsum í Setbergi er hafin.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 32 íbúum.

Einbýlishúsalóðum á Hverfisgötu og á Suðurgötu hefur verið úthlutað.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 5 íbúum.

Framkvæmdir eru hafnar á 5 íbúðum í Hrauntungu og 19-23 íbúðir í fjölbýli við Lækjargötu/Suðurgötu.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 60-70 íbúum.

Heimild veitt fyrir 12-15 íbúðum í fjölbýli við Suðurgötu.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 30-37 íbúum.

Tvö einbýlishús í byggingu á Hellubraut og parhús á Hamarsbraut.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 5 íbúum.

Deiliskipulag hefur klárast fyrir allt að 30 íbúðum í fjölbýli við Strandgötu.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 75 íbúum.

Deiliskipulag er lokið vegna lóða við Strandgötu og Linnetsstíg, alls um 20-25 íbúðir í fjölbýli.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 50-63 íbúum.

Verið að stofna lóðir fyrir 2 einbýlishús og 4 íbúðir í parhúsum sem fara í úthlutun á árinu við Hlíðarbraut.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 15 íbúum


Framtíðarskipulagssvæði:
Vatnshlíð 1 og 2, samtals íbúðir 840.

Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 2.100 íbúumFulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Það er mikilvægt að fá þessa yfirsýn yfir þá uppbyggingu sem framundan er í sveitarfélaginu til lengri og skemmri framtíðar litið. Þar sem framlögð samantekt lá ekki fyrir fundinum fyrr en við upphaf hans áskilur undirrituð sér rétt til að bregðast frekar við henni síðar.