Ungmennaráð, tillögur 2021
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1876
29. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram tillögur ungmennaráðs 2021.
Svar

Til máls tekur Birgir Örn Guðjónsson.

Einnig tekur Kristín Thoroddsen til máls. Þá tekur Birgir Örn Guðjónsson til máls öðru sinni.

Þá tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og svarar Adda María andsvari.

Einnig tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ágúst Bjarni andsvari.

Þá tekur Kristín María til máls öðru sinni og Adda María kemur til andsvars.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa framlögðum tillögum ungmennaráð til úrvinnslu hjá eftirfarandi ráðum:


1. Úrbætur á gangstéttum - vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
2. Aðgengi að ókeypis tíðavörum í grunnskólum - vísað til fræðsluráðs.
3. Betur hugað að líðan og andlegri heilsu ungmenna í bænum - vísað til fræðsluráðs.
4. Endurskoðun á sundkennslu í grunnskólum - vísað til fræðsluráðs.
5. Boðið verði upp á myndlistarnámskeið fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði - vísað til fræðsluráðs.
6. Úttekt á stöðu jafnréttisfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar - vísað til fræðsluráðs.
7. Ruslatunnum verði fjölgað í Hafnarfirði - vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
8. Aðstaða nemenda (til náms og frítíma utan kennslustunda) verði bætt í grunnskólum - vísað til fræðsluráðs og til umhverfis- og framkvæmdaráðs.