Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 breyting, Ásland 4 og 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 757
13. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjórn samþykkti þann 9. febrúar sl. að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5 samhliða deiliskipulagi Áslands 4. Aðalskipulagsbreytingin felst m.a. í því að Ásland 4 norðan Ásvallabrautar stækkar og tengist í eitt samfellt hverfi. Svæði milli Áslands 4 og Skarðshlíðar verður skilgreint sem opið svæði OP20. Breyting verður á stígakerfi á svæðinu þar sem stígar, sem nú eru skilgreindir yfir svæðið, færast út að jöðrum svæðisins að Ásvallabrautinni og yfir á opna svæðið. Gert er ráð fyrir leiksóla í hverfinu. Áætlaður íbúðafjöldi er 580 íbúðir í fjölbýli, einbýli, rað- og parhúsum. Tillagan var auglýst 25.2.2022-12.4.2022. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingaráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.