Selhraun suður, aðalskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1889
20. apríl, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 12. apríl sl.
Bæjarstjórn samþykkti þann 9. febrúar sl. að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Selhrauns suðurs samhliða breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suðurs. Breytingin nær til 3ha svæðis af heildarsvæði Selhrauns suður. Breytingin nær til lóðanna Norðurhella 13-19 og Suðurhella 12-14. Landnotkun lóðanna breytist úr AT2 í ÍB14. Athafnasvæði AT2 minnkar út 30ha í 27ha. Tillagan var auglýst tímabilið 22.2-5.4.2022. Engin athugasemd barst. Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Selhrauns suður og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og Sigurður svarar andsvari og Ágúst Bjarni kemur að andsvari öðru sinni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs.