Vistun barna með fjölþættan vanda
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1871
9. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 4.maí sl. Helena Unnarsdóttir, deildarstjóri barnaverndar mætir á fundinn og fer yfir skýrslu vegna barna með fjölþættan vanda.
Fjölskylduráð þakkar Helenu Unnarsdóttir fyrir góða kynningu á skýrslunni.
Í fyrirliggjandi skýrslu kemur fram að úrræði skortir í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Síðasta áratuginn hefur kostnaður vegna vistunar og þjónustu við þennan hóp barna færst frá ríki til sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að fá viðræður við ríki um kostnaðarskiptingu og aukin úrræði sem er í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda um samþætta þjónustu í þágu barna. Skýrslunni er vísað til bæjarstjórnar til kynningar.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

Einnig Rósa Guðbjartsdóttir sem leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi bókun:

Í fyrirliggjandi skýrslu um stöðu barna með fjölþættan vanda kemur skýrt fram að mikilvægt er að leyst verði úr ágreiningi um hlutverk og kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Þjónustan hefur færst til sveitarfélaganna síðasta áratuginn án þess að fjármagn hafi fylgt. Má nefna að meðferðarheimili á vegum ríkisins hafa flest verið aflögð og sú þjónusta hefur færst til sveitarfélaga með tilheyrandi kostnaði. Þeim kostnaðarauka sem fallið hefur á sveitarfélögin undanfarin ár vegna þessa hefur þá ekki verið mætt af hálfu ríkisins. Úrlausn þessara mála fellur vel að frumvarpi um þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á samþætta, snemmtæka þjónustu.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á ríki að hefja nú þegar viðræður við sveitarfélögin um ábyrgð, verklag og kostnaðarskiptingu þessara mála. Velferð barna er í húfi.

Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls.

Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki framkomna bókun og er það samþykkt samhljóða.