Þúfubarð 3 og 5, breyting á deiliskipulagi
Þúfubarð 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 mánuðum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1878
27. október, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.október sl. Alma Pálsdóttir, Þúfubarði 3, óskaði eftir deiliskipulagsbreytingu vegna lóðanna Þúfubarðs 3 og Þúfubarðs 5. Samþykkt var að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 19.5.2021 sbr. ákvæði 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt 7.6.-5.7.2021. Athugasemdir bárust. Óskað var viðbótargagna. Lögð fram viðbótargögn dags. 8.10.2021 er taka til skuggavarps.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn í samræmi við skipulagslög.
Svar

Ingi Tómasson tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123003 → skrá.is
Hnitnúmer: 10027747