Ný jafnréttislöggjöf, áhrif á sveitarfélög
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3569
11. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf frá Jafnréttistofu dags. 2.mars sl., áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög. Ólafur Heiðar Harðarsson mannauðsráðgjafi mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna. Jafnréttis- og mannréttindastefna Hafnarfjarðar, sem tekur til jafnréttismála í sínum víðasta skilningi, var samþykkt í bæjarstjórn í febrúar 2017 og jafnréttisáætlun bæjarins var samþykkt í maí 2019. Hún gildir til ársins 2023. Bæjarráð er í dag jafnréttisnefnd bæjarfélagsins og tekur reglulega til umfjöllunar aðgerðir til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.