Sléttuhlíð, óveruleg breyting á aðalskipulagi
Sléttuhlíð
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 727
9. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á fundi þann 24. mars 2020 var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt yrði í greinargerðina heimild til að veita gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð. Á fundi ráðsins þann 19. maí 2020 var samþykkt breyting á deiliskipulaginu samanber umsögn skipulagsfulltrúa og var erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 27. maí 2020. Í bréfi dags 13. ágúst 2020 frá Skipulagsstofnun kemur frá að umrædd breyting sé ekki í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025.
Svar

Skipulags- og byggingarráð óskar eftir því að umhverfis-og skipulagssvið hefji vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við erindið og vísar erindinu til samþykktar í bæjarstjórn.