Svæði utan Suðurgarðs reitur 5.5 deiliskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1865
3. mars, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl. Erindi Hafnarfjarðarhafnar um breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Tillagan snýr að deiliskipulagsbreytinu á fyllingu vestan við Suðurgarð reitur 5.5. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingalóðum, afmörkuðum geymslusvæðum og þvotta/viðgerðarplani fyrir smábáta.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst og vísar erindinu til staðfestingar í hafnarstjórn og bæjarstjórn.
2. liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 24.febrúar sl.
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Suðurhafna, reitur 5.5. Skipulags- og byggingaráð samþykkti á fundi sínum 23. febrúar sl. að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst og vísaði þeirri samþykktt til hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkir að deiliskipulagbreytingin á reit 5.5. við Suðurhöfn verði auglýst og vísar erindinu til bæjarstjórnar. Jafnframt leggur hafnarstjórn til að ný gata á hafnarsvæðinu samkvæmt umræddri deiliskipulagsbreytingu beri heitið Hafnargata.

Svar

Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs.