Ásland 4, deiliskipulag
Ásland
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 726
26. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu deiliskipulag Áslands 4 áfanga.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði undirbúningur að deiliskipulagi Áslands 4, 5 og miðsvæði. Skipulagsfulltrúa er falið að koma með tillögu að fyrirkomulagi deiliskipulagsvinnunnar á næsta fund ráðsins. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar eru áætlaðar um 580 íbúðareiningar, þar af um 200 í einbýlishúsum, 140 í rað- og parhúsum og 240 í fjölbýlishúsum á þessu svæði (ÍB11).

Skipulags- og byggingarráð bókar:
Hamraneslínur hafa tafið uppbyggingu og eðlilega íbúaþróun í Hafnarfirði um mörg ár. Til að uppbygging geti farið af stað í Áslandi 4 og 5 þurfa Hamraneslínur að víkja og Hnoðraholtslína að fara í jörð. Skipulags- og byggingarráð beinir því til bæjarstjóra að hafnar verði viðræður við Landsnet um ofangreindar línur.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123106 → skrá.is
Hnitnúmer: 10026881