Ásland 4, deiliskipulag
Ásland
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 758
26. apríl, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Bæjarstjórn samþykkti þann 9. febrúar sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Áslands 4 samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Áslands 4 og 5. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri lágreistri byggð sérbýla og fjölbýla á 44 hektara svæði. Tillagan var auglýst tímabilið 25.2.2022-12.4.2022. Athugasemdir bárust. Umsögn skipulags- og byggingarsviðs lögð fram ásamt uppfærðum uppdrætti og greinargerð þar sem m.a. fallið hefur verið frá notkun djúpgáma.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu að deiliskipulagi Áslands 4 að teknu tilliti til framkominnar umsagnar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123106 → skrá.is
Hnitnúmer: 10026881