Stöðuleyfi endurskoðun í kjölfar úrskurðar
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 731
23. mars, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram drög að breytingum á reglum um stöðuleyfi og gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Hafnarfjarðarkaupstað.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu reglna um stöðuleyfi og rekstraráætlun gjaldtöku fyrir gáma og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Skipulags- og byggingarráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur í fækkun gáma á iðnaðarsvæðum. Frá því að farið var í átak um skráningu á gámum og innheimtu stöðugjalds í sveitarfélaginu hefur þeim fækkað umtalsvert auk þess sem útgefin stöðuleyfi fóru úr 1% í 60% - 70%. Þar sem gámar á iðnaðarsvæðum eru til lítillar prýði er markmiðið enn að lágmarka fjölda þeirra á iðnaðarsvæðum og að eftirlit með staðsetningu þeirra sé markvist þar sem fjöldi og staðsetning gáma inn á lóðum getur valdið brunahættu og tafið störf slökkviliðs.