Kolefnisförgun í Straumsvík, Kolefnisförgunarver, Carbfix Coda Terminal
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1893
31. ágúst, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.ágúst sl. Tillaga lögð fram af Samfylkingunni í bæjarstjórn þann 17. ágúst sl.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gengið verði hið fyrsta frá almennri viljayfirlýsingu/rammasamkomulagi milli Hafnarfjarðarbæjar, Hafnarfjarðarhafnar, Carbfix og eftir atvikum annarra hagsmunaaðila, s.s. ríkisvaldsins og Rio Tinto um uppbyggingu í Straumsvíkurhöfn vegna Carbfix verkefnisins. Mikilvægt er að þetta fyrirhugaða samstarf verði formgert hið fyrsta. Ennfremur að sett verði á laggirnar skipulags- og verkefnisstjórn um þetta verkefni, þar sem að komi kjörnir fulltrúar, embættismenn bæjarins og eftir atvikum aðrir hagsmunaaðilar. Eftir umræðu sameinast bæjarráð um að leggja áherslu á að formgera sem fyrst samstarf Carbfix, Hafnarfjarðarhafnar og Hafnarfjarðarbæjar og eftir atvikum annarra hagsmunaaðila, sbr. Rio Tinto og íslenska ríkisins, vegna næstu skrefa í áformum Carbfix. Meðal annars vegna uppbyggingar í Straumsvíkurhöfn. Í slíku rammasamkomulagi yrðu framkvæmdaáfangar tímasettir, meginatriði samkomulags um hafnaraðstöðu Carbfix í Straumsvík tíunduð, sem og önnur þjónusta. Jafnframt yrðu fjárhagslegar forsendur og fjármögnun samkomulagsins skilgreindar. Mikilvægt er að kynna áformin vel fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í bænum í aðdraganda hvers áfanga verkefnisins.Bæjarráð samþykkir einnig að skipaður verði starfshópur bæjarins um verkefnið og erindisbréf vegna hans og tilnefningar kláraðar á næsta fundi ráðsins.
Framangreindri afgreiðslu bæjarráðs er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir, Jón Ingi Hákonarson og Guðmundur Árni Stefánsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu og bókun bæjarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að bæjarfulltrúar meirihlutans, hafa farið að tillögum og ábendingum jafnaðarmanna í bæjarstjórn og hafnarstjórn hvað varðar vinnubrögð og verklag við undirbúning þessa risastóra máls. Það varðar m.a. gerð rammasamkomulags aðila, kynningu máls gagnvart bæjarbúum, og skipun starfshóps/framkvæmdanefndar kjörinna fulltrúa um málið.