Málefni flóttamanna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1855
14. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
13.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 30.september sl. Tekið fyrir að nýju.
Til umræðu.
Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson og leggur hann fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til að taka á móti einstaklingum sem tilheyra barnafjölskyldum og einnig fylgdalausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fjölskyldna og fylgdarlausu barna.
Rökstuðningur: Með þessari yfirlýsingu erum við að bregðast við þeirri miklu neyð sem ríkir í flóttamannabúðum á grísku eyjunni Lesbos. Með henni eru bæjaryfirvöld í Hafnarfirði einnig að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag þar sem öll starfsemi sveitarfélagsins er m.a. metin út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í Hafnarfirði hefur byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hefur bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega. Aðstæður í flóttamannabúðunum á Lesbos eru skelfilegar og þar búa börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja. Því er mikilvægt að við sem erum í færum til aðstoða börn í þessari miklu neyð gerum það.
Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson.
Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarson til máls.
Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson.
Forseti ber upp tillögu um að fresta afgreiðslu á framkominni tillögu milli funda. Er tillagan samþykkt samhljóða.
Friðþjófur Helgi gerir grein fyrir atkvæði sínu.
Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Það standa yfir þjóðflutningar í heiminum. Slíkt hefur gerst áður í mannkynssögunni. Ástæður þjóðflutninga hafi aldrei verið ævintýraþrá eða tækifærismennska í fólki. Ástæðurnar eru - og hafa verið - þær að ekki er lengur hægt að lifa í upprunalandinu og neyðin rekur fólk af stað í átt til sjálfsbjargar. Hafnarfjörður hefur undanfarin ár verið í fararbroddi meðal sveitarfélaga í móttöku og þjónustu við viðkvæma hópa flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Slík framsýni er ekki bara mannúðleg og öðrum sveitarfélögum til fyrirmyndar, heldur líka til þess fallin að efla sveitarfélagið í þessu framtíðarverkefni, sem mun án efa halda áfram um ófyrirsjáanlega framtíð. Það er og verður mín skoðun að þegar við stöndum frammi fyrir því að annað hvort draga úr þjáningum í veröldinni eða auka á þær þá eigum við að gera allt sem við getum til að vinna að því fyrrnefnda. Nóg er víst samt.
Ágúst Bjarni Garðarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.
Svar

Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen leggur til að fyrirliggjandi tillögu verði vísað til fjölskylduráðs.

Friðþjófur Helgi kemur til máls öðru sinni.

Framangreind tillaga um að málinu verði vísað til fjölskylduráðs er næst borin upp og er tillagan samþykkt með 7 atkvæðum en þau Friðþjófur Helgi Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir greiða atkvæði gegn tillögunni. Þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson situr hjá.

Friðþjófur Helgi Karlsson kemur að svohljóðandi bókun:

Það hryggir okkur mjög að meirihlutinn hafi komið hér fram með þessa tillögu sína um að vísa málinu til fjölskylduráðs. Og hafi því ekki séð sér það fært að samþykkja þessa tillögu hér á þessum fundi. Neyðin er mikil og þetta er mál sem þolir enga bið. Við berum mikla samfélagslega ábyrgð á alþjóðavísu á að takast á við þann mikla flóttamannavanda sem m.a. Evrópa sem heimsálfa stendur frammi fyrir og okkur ber að axla hana. Það að vísa henni inn í ráð á þessum tímapunkti gerir ekkert annað en að drepa málinu á dreif og er óásættanlegt að okkar mati.

Undir þetta rita fulltrúar Samfylkingarinnar í Bæjarstjórn
Friðþjófur Helgi Karlsson
Sigrún Sverrissdóttir

Rósa Guðbjartsdóttir kemur einnig að svohljóðandi bókun:

Full ástæða er til að hafa áhyggjur og samúð með aðstæðum þess vaxandi fjölda fólks sem lagt hefur á flótta undan harðstjórn og fátækt. Hafnarfjarðarbær hefur verið í fremstu röð sveitarfélaga um að taka við flóttafólki og hælisleitendum, þar sem bærinn hefur samið um að þjónusta núna allt að 100 hælisleitendur til viðbótar þeim sem þegar hafa hingað leitað. Þá er í bænum nú þegar starfrækt sérstök móttökumiðstöð og af sveitarfélögum landsins er það Hafnarfjarðarbær sem nú þegar þjónustar flest þeirra fylgdarlausu barna sem koma til Íslands.
Þeirri mikilvægu þekkingu og reynslu sem orðin er til í Hafnarfirði er sjálfsagt að miðla áfram til þeirra sem taka ákvarðanir um mótttöku fólks á flótta og annarra sveitarfélaga sem kjósa að leggja þessum málum lið. Að öðru leyti mun Hafnarfjarðarbær halda áfram að sinna vel þessum málaflokki eins og verið hefur og væntum við þess að fjölskylduráð fjalli áfram um málið á faglegan hátt til framtíðar.