Norðurbakki, grjótvörn og frágangur á Hamranesnámu, framkvæmdaleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 810
9. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Hafnarfjarðarhöfn óskar þann 27.8.2020 eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við grjótvörn utaná Norðurbakka og frágangs á Hamranesnámu. Ætlunin er, sem hluta af þeirri vinnu að loka og ganga frá námunni í Hamranesi, að nýta grjót til grjótvarnar við Norðurbakkann í Hafnarfirði og skilja eftir á afmörkuðu svæði grjót til þjónustu við höfnina.
Svar

Skipulagsfulltrúi gefur út framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Norðurbakka og frágangs við Hamranesnámu.