Skipulagslög 123/2010, áform um frumvarp til laga um breytingu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 713
8. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til breytinga á skipulagslögum nr. 123/2010. Opið er fyrir umsagnir á samráðsgátt tímabilið 25.8.2020-8.9.2020. Helstu breytingar fela í sér heimild sérstakrar stjórnsýslunefndar sem hefur það hlutverk að taka sameiginlega skipulagsákvörðun sem nær til einnar framkvæmdar, undirbúnings, samþykktar, útgáfu framkvæmdaleyfis og eftirlits vegna flutningskerfis raforku, þvert á sveitarfélagsmörk. Þá verður kveðið á um styttan umsagnarfrest við afmarkaðar breytingar á deiliskipulagi með það að markmiði að auka skilvirkni í stjórnsýslu vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Aik þess eru áformaðar breytingar í þeim tilgangi að tryggja lagalegar forsendur fyrir stafrænni skipulagsgátt.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við áform um frumvarp til breytinga á skipulagslögum nr. 123/2010.