Suðurgata 18, lóðarstækkun, breyting lóðar
Suðurgata 18
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 731
23. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulags og byggingaráðs þann 08.09.2020 vísaði ráðið erindi Þorgeirs Jónssonar um lóðarstækkun til vinnslu umhverfis- og skipulagssviðs. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi sem gerir grein fyrir tillögu að lóðarstækkun.
Svar

Skipulag- og byggingarráð vísar tillögu að lóðarstækkun til bæjarráðs.

Fulltrúi Viðreisnar bókar: Miðað við þann tilgang sem lýst er í umsókn um lóðarstækkun er vandséð að stækka þurfi lóðina um 127% eða 300 fermetra til að koma fyrir brunastiga og ruslatunnum. Varðandi bílastæði er bent á að flestir húseigendur þarna megin við Suðurgötuna þurfa að sætta sig við að nota almenningsstæði utan lóða.

Gera ætti kröfu um að lóðarhafi upplýsi um raunveruleg framtíðaráform sín varðandi uppbyggingu og notkun lóðarinnar áður en slíkir landvinningar eru samþykktir.

Minnt er á að árið 2012 felldi úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála úr gildi ákvörðun um hótelbyggingu á lóðinni.

Skoða þarf málefni þessarar lóðar í samhengi við þá starfsemi sem fram fer í íþróttahúsinu við Strandgötu og þá bílastæðaþörf sem hún kallar á. Ef breyta á skipulagi á þessari lóð væri rétt að gera það í samhengi við endurskoðun á skipulagi alls reitsins í nágrenni íþróttahússins og miðbæjarskipulagsins í heild sinni, en endurskoðun á því stendur nú yfir.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122514 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025942