Skógarás 2, umsókn um stækkun lóðar
Skógarás 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3553
13. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
10. liður af afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa dags 22.7. sl. Guðný S. Gísladóttir lagði þann 15.7.2020 inn umsókn um breytingu á stærð lóðar. Með erindinu fylgja teikningar er gera grein fyrir stækkuninni. Erindinu er vísað til bæjarráðs. Fallist bæjarráð á stækkun lóðarinnar skal leggja inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu þar sem stækkunin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Allur kostnaður við breytingu á deiliskipulagi fellur á lóðarhafa.
Gunnþóra Guðmundsson arkitekt mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun en bendir á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir umræddri stækkun lóðar. Hafi umsókn um breytingu á deiliskipulagi ekki borist sveitarfélaginu innan 12 mánaða frá samþykkt þessari telst hún úr gildi fallin.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207288 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092521