Verslunarmiðstöðin Fjörður, ósk um samstarf, erindi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3562
3. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrispurn frá áheyrnarfulltrúa Viðreisnar Jóni Inga Hákonarsyni.
Svar

1. Ekki er um þjónustukaup að ræða í þessu tilviki. Reglur eiga við um kaup á þjónustu, vörum og verklegum framkvæmdum.
2. Mikilvægt er að starfsemi líkt og bókasafn Hafnarfjarðar sé staðsett í miðbæ. Mikið hefur verið rætt um aukna þjónustu og aukið líf í miðbæ Hafnarfjarðar. Þegar erindi um samstarf barst frá forsvarsmönnum 220 Fjarðar, var málið skoðað ítarlega og vel. Málið hefur komið inn á borð bæjarráðs og bæjarstjórnar, bæði til kynningar og upplýsingamiðlunar. Eftir greiningarvinnu hefur náðst samkomulag milli aðila sem við teljum að muni bæta alla umgjörð bókasafnins, aðgengi fyrir alla og auðga líf og menningu í miðbæ Hafnarfjarðar.
3. Lög um opinber innkaup eiga ekki við um fasteignakaup. Falla utan gildissviðs laganna.
4. Á ekki við sbr. fyrri svör varðandi gildissvið laga um opinber innkaup.
5. Ný lög um opinber innkaup gera ekki ráð fyrir því að sveitarfélög setji sér lengur innkaupareglur. Vinna er hafin og í skoðun er nú hvort rétt sé að Hafnarfjarðarkaupstaður setji sér innkaupareglur. Þeirri vinnu er ekki lokið.