Verslunarmiðstöðin Fjörður, ósk um samstarf, erindi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1858
25. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.nóvember sl. Lagt fram samkomulag á milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og 220 Fjarðar. Til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og 220 Fjarðar. Málinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun: Ég er hrifinn af hugmyndum um nýtt bókasafn í miðbænum en mér finnst málið ekki hafa fengið nægjanlega umræðu í samfélaginu og aðkoma íbúa hefur engin verið. Ég hefði viljað sjá þetta mál skoðað betur í heild og í tengslum við þá vinnu sem nú er í gangi varðandi framtíðarhúsnæði stjórnsýslunnar. Á þeim forsendum sit ég hjá við þessa afgreiðslu.
Svar

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjaráðs með 10 greiddum atkvæðum en þau Friðþjófur Helgi Karlsson og sigrún Sverrisdóttir sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Friðþjófur Helgi Karlsson kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar:

Við erum að mörgu leyti hrifin af hugmyndum um nýtt bókasafn í miðbænum en okkur finnst mikill asi í tengslum við málið og það hafi ekki hafa fengið nægjanlega umræðu í samfélaginu og aðkoma íbúa hefur engin verið. Við hefðum viljað sjá þetta mál skoðað betur í heild og í tengslum við þá vinnu sem nú er í gangi varðandi framtíðarhúsnæði stjórnsýslunnar. Á þeim forsendum sitjum við hjá við þessa afgreiðslu.