Háibakki, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1850
24. júní, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.júní sl. Fyrir hönd Hafnarfjarðarhafnar sækir hafnarstjóri þann 5.6.2020 um deiliskipulagsbreytingu vegna nýs hafnarbakka, Háabakka, sem byggður er framan við Fornubúðir 5, á milli Suðurbakka og Óseyrarbryggju. Á landfyllingu við þennan hafnarbakka er lítil lóð fyrir veituhús sem fær götunúmerið Fornubúðir 20.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Háabakka í samræmi við skipulagslög og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.