Hafnarfjarðarkaupstaður, reglur um fjárhagsaðstoð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1888
6. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 1.apríl sl. Lögð fram drög að breytingum á fjárhagsaðstoðarreglum.
Fjölskylduráð samþykkir breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og vísar þeim í bæjarstjórn til staðfestingar. Með breytingum á reglum er áætlaður kostnaðarauki 9.215.440 kr. á ári. Gera má ráð fyrir að kostnaðarauki á árinu 2022 verði 6.450.808 kr. Fjölskylduráð óskar eftir að gerður verði viðauki vegna þessa kostnaðarauka.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir og svarar Helga andsvari.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar á reglum um fjárhagssaðstoð.