Ungmennaráð, tillögur 2020 - 9. Jafnréttisstefna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3561
19. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram minnisblað frá mennta- og lýðheilsusviði - jafnréttisfræðsla í grunnskólum.
Svar

Bæjarráð þakkar fyrir minnisblað mennta- og lýðheilsusviðs. Ljóst er að grunnskólar bæjarins eru með skýra stefnu í jafnréttis- og mannréttindarmálum og að jafnréttisfræðsla sé hluti af kennslu í öllum grunnskólum bæjarfélagsins. Af ýmsu, þá má sérstaklega tiltaka sérstakan samning Hafnarfjarðarbæjar við Samtökin 78 um fræðslu og ráðgjöf fyrir nemendur og starfsfólk, auk þess sem skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs býður upp á fræðslu um fjölmenningu og kennslu í fjölmenningarlegu umhverfi. Bæjarráð, sem jafnréttisnefnd bæjarfélagsins, hvetur grunnskóla og aðrar stofnanir bæjarins til að huga áfram vel að jafnréttis- og mannréttindarmálum og auka virkt samtal við ungmennaráð.